Í haust býður Vísindasmiðja Háskóla Íslands kennurum upp á sex smiðjur til símenntunar. Tvær eðlisfræðismiðjur og ein tækjaforritunarsmiðja sem hafa verið áður í boði og eina nýja eðlisfræðismiðju og tvær nýjar stærðfræðismiðjur. Við vonumst til að þær komi kennurum að góðum notum hvort tveggja til innblásturs og beinnar notkunar í eigin kennslu.
Smiðjurnar, stöðu bókana og hlekki á skráningarform má finna á kennarasmiðjusíðunni, en dagskráin er annars eftirfarandi:
Mánudagurinn 15. ágúst
	Leikur að rafmagni (10:00-15:00)
Þriðjudagurinn 16. ágúst
	Dulkóðun (10:00-12:00)
	Microbit tækjaforritun (13:00-15:00)
Miðvikudagurinn 17. ágúst
	Ljósakassinn (10:00-15:00)
Fimmtudagurinn 18. ágúst
	Samfélagstengd stærðfræði (10:00-15:00)
Föstudagurinn 19. ágúst
	Leikur að samrásum (10:00-14:00)
 
        



