Heimsóknir

Fyrir hverja eru heimsóknir í Vísindasmiðjuna?

Heimsóknir í Vísindasmiðju Háskóla Íslands eru opnar kennurum með nemendahópa sína þeim að kostnaðarlausu og nýtast best nemendum í 6. til 10. bekk grunnskóla.

Opið er fjóra daga vikunnar: þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Skráning heimsókna fer fram hér á síðunni. Hámarksstærð hópa er 25 einstaklingar og varir heimsóknin um 90 mínútur.

 

Hvað felur heimsóknin í sér?

Heimsókn í Vísindasmiðjuna er þrískipt:

  • fræðsla um vísindalegt málefni í austurálmu Vísindasmiðjunnar
  • kynning á gangvirkum tækjum og tólum Vísindasmiðjunnar í vesturálmu Vísindasmiðjunnar
  • frjáls tími

Nemendahópnum er skipt í tvennt og yfirleitt fá hóparnir hálftíma á hvoru tveggja „fræðslunni” og „kynningunni“ og enda svo á sameiginlegum frjálsum tíma í lokin.

Fræðslan í austurálmu fer eftir því hvaða starfsmaður er á vakt hverju sinni svo efnistök eru fjölbreytt: umhverfisfræði, stjörnufræði, vindmyllugerð, efnafræði, stærðfræði og sálfræði.
Á verkefnasíðunni okkar má finna ýmis verkefni tengd starfi Vísindasmiðjunnar.

Í vesturálmu eru fjöldi tækja og tóla sem miða að því að sýna ákveðin eðlisfræðileg fyrirbæri á áþreifanlegan hátt. Kynningin fer eftir aldri nemenda; yngri nemendur fá lauslegri yfirferð yfir fleiri og einfaldari muni, en þeir eldri fá yfirleitt dýpra spjall um afmarkaðri fyrirbæri. Í frjálsa tímanum fá þau svo tækifæri til að leika sér og prófa á eigin forsendum.

Hvernig kemst ég?

Vísindasmiðjan er staðsett í Háskólabíói við Hagatorg. Við strætisvagnastöðina við Þjóðminjasafnið stoppa vagnar 1, 3, 6, og 14. Vagn 12 stoppar á Suðurgötunni og vagn 11 á Hagatorgi, beint fyrir framan Vísindamiðjuna.

Hvernig undirbý ég mig?

Heimsóknirnar geta verið sjálfstæðar án undirbúnings eða eftirfylgni. Sé áhugi fyrir því að tvinna heimsóknina inn í starfið í skólanum eru hér verkefnahugmyndir sem gætu komið að gagni bæði sem undirbúningsefni eða eftirfylgni.

Hvað geri ég þegar ég kem?

Gengið er inn um aðalinngang Háskólabíós við Hagatorg, þar tekur starfsfólk Vísindasmiðjunnar á móti hópnum. Í anddyri er fatahengi fyrir yfirhafnir og góð aðstaða til að snæða nesti. Hópnum er skipt í tvennt við komu.

Við hvern get ég talað?

Facebook, Guðrún Bachmann, Margrét Gunnarsdóttir 

https://visindasmidjan.hi.is/um_visindasmidjuna